24. maí 2022

Velkominn til starfa

Sigurður Blöndal hefur verið ráðinn fagstjóri verkefnastjórnunar við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst.

Sigurður hefur frá árinu 2015 verið sviðsstjóri og lektor við Suðvestur viðskiptaháskólann í Danmörku, þar sem hann hefur m.a. kennt á grunnnámsstigi stjórnun, stefnumótun og innra skipulag (e. Strategic Leadership) og aðfanga og vörustjórnun (e. SCM) ásamt vísindalegri aðferðafræði. Þá hefur hann einnig kennt verkefnastjórnun (e. PM), mannauðsstjórnun (e. HRM) og innkaupastjórnun og samningatækni (e. P&N).

Í núverandi og fyrri störfum á háskólavettvangi, hefur Sigurður samhliða unnið að þróunarverkefnum í orkuiðnaði, fyrsta kastið í olíu og gasiðnaði og síðan eða síðastliðin 12 ár í aflandsvindiðnaði (e. Offshore Wind Industry), með aðaláherslu á þróun og hæfni vinnuafls. Jafnframt hefur hann unnið við ráðgjafastörf í fyrirtækjaþróun, innan þessa aflandsgeira.

Þá hefur hann verið stundakennari við Hochschule Bremerhaven í Global Business, sem hluta af MBA námi við háskólann með áherslu á aflandsvindiðnað, auk þess sem hann starfar einnig sem skipaður prófdómari fyrir viðskiptaháskóla í Danmörku.

Sigurður lauk árið 2008 meistaranámi (Cand.merc) við Suðvestur viðskiptaháskólann í Enterprise Development og grunnnámi í viðskiptafræði við sama háskóla árið 2007.

Á árunum 2013 til 2015 var Sigurður doktorsnemi við Álaborgarháskóla með viðskiptaáhættu lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem sérsvið. Einnig var hann lektor við sama háskóla til ársins 2019, þar sem hann kenndi meistaranemum m.a. áhættugreiningu og gæðaferla og vottun. Þá var hann einnig leiðbeinandi lokaverkefna og varna.

Á árunum 2009 til 2018 sinnti Sigurður stundakennslu við viðskiptadeild Háskóla Suður-Danmerkur (e. University of Southern Denmark) í markaðsfræði, markaðsrannsóknum, breytingastjórnun og ákvarðanatöku.

Á árunum 1988 til 2008 starfaði Sigurður sem framkvæmdastjóri í verslunar og heildsölugeiranum. Þá var hann verkefnastjóri á markaðs- og sölusviði hjá Suðvestur viðskiptaháskólanum á árunum 2004 til 2014.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta