Velkominn til starfa
Dr. Bergsveinn Þórsson hefur verið ráðinn fagstjóri í Opinberri stjórnsýslu. Bergsveinn hefur starfað sem nýdokotor við Institutt for kuluturstudier og orientalske språk þar sem hann sinnti rannsóknum á mótum menningar- og framtíðarfræða innan rannsóknarverkefnanna Science Fictionality og CoFutures: Pathways to Possible Presents við háskólann í Ósló.
Fræðilegt áhugasvið Bergsveins snýr m.a. að safnafræðum, menningararfleifð og umhverfishugvísindum, þ.e. mannlegum orsökum umhverfisvandamála og afleiðingum þeirra fyrir líf á jörðinni. Sem dæmi um viðfangsefni rannsókna Bergsveins má nefna mannöldina (e. Anthropocene), sjálfbærni í starfi menningarstofnanna og loftslagsmiðlun.
Doktorsrannsókn Bergsveins beindust að hinu nýja og vaxandi hugtaki Anthropcene, sem fjallar um þær breytingar sem orðið hafa á jörðinni á loftslag og vistkerfi, eftir að maðurinn kom fram á sjónarsviðið og tók að breyta umhverfi sínu.
Í doktorsritgerð sinni, Assembling the Anthropocene: How do museums engage with the global environmental crisis through objects, exhibition and museums work? skoðar Bergsveinn hvernig viðhorf gagnvart áhrifum mannsins á náttúru og umhverfi hafa birst í safnastarfi og stuðlað að framgangi umhverfistengdra málefna.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta