Velkomin til starfa
Soffía Dagmar Þorleifsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri háskólagáttar og grunnnáms félagsvísindadeildar og lagadeildar Háskólans á Bifröst. Áður hefur Soffía aðallega sinnt stjórnunarstöðum í ferðaþjónustu hér á Vesturlandi, nú síðast sem aðstoðarhótelstjóri á Hótel Varmalandi.
Soffía þekkir vel til Háskólans á Bifröst, en hér lauk hún árið 2016 BS námi í viðskiptafræði með áherslu á ferðaþjónustu og MLM meistaragráðu í Forystu og stjórnun ári síðar.
Þess má svo geta að Soffía fór tvisvar til Finnlands í skiptinám á meðan hún var í grunnnáminu á Bifröst, en þangað sótti hún námskeið á vegum eNordBalt og Sustainable Tourism. Einnig sótti hún starfsnám til Möltu, en þar vann hún á 4 og 5 stjörnu hóteli í hálft ár. Þá fór hún í skiptinám til Rúmeníu á meðan hún var í meistaranáminu. Þar lagði hún stund á mannauðsstjórnun við Alexandru Ioan Cuza University of Iasi.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta