Velkomin til starfa
Andrea Marta Knudsen hefur verið ráðin verkefnastjóri í alþjóðamálum við Háskólann á Bifröst.
Andrea Marta er með BA próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og MDMa meistaragráðu frá Kaupmannahafnarháskóla í mannúðarmiðaðri hamfarastjórnun. Þá hefur hún á síðustu tveimur árum stundað rannsóknartengt meistaranám í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri, samhliða stundakennslu við Háskólann á Bifröst og námsekiðsumsjón hjá Háskóla Íslands.
Andrea Marta kemur að störfum hjá Háskólanum á Bifröst með fjölbreytta starfsreynslu. Á undanförnum árum hefur hún sinnt rannsóknastörfum á vegum Horizon 2020 verkefna í Grænlandi og stundakennslu fyrir VIA University College í Árósum í Danmörk. Samhliða því hefur hún jafnframt starfað á vegum Akraneskaupstaðar, fyrst sem starfsmaður í félagsþjónustu og barnavernd, en frá sl. vori sem verkefnistjóri í móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Þá starfaði Andrea Marta um árabil sem sauðfjárbóndi og fósturforeldri í Strandabyggð eða á árunum 2009 til 2017.
Auk þess sem Andrea Marta mun halda utan um hefðbundin verkefni alþjóðskrifstofunnar, s.s. samskiptin við samstarfsskóla Háskólans á Bifröst erlendis og þátttöku í erlendum tengslanetum, mun hún taka þátt í aðlögun skiptináms á vegum háskólans að stafrænni miðlun.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta