11. ágúst 2022

Velkomin til starfa

Helga Rós Einarsdóttir hefur verið ráðin náms- og starfsráðgjafi við Háskólann á Bifröst. Helga Rós útskrifaðist með BA í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og lauk meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf árið 2022, einnig frá H.Í.

Er Helga Rós boðin hjartanlega velkomin til starfa.

Auk þess að veita nemendum ráðgjöf við náms eða starfsval, aðstoðar náms- og starfsráðgjafi nemendur háskólans á Bifröst við að bæta námstækni og námsaðferðir. Þá má einnig leita til ráðgjafans vegna sérúrræða í námi. Má nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar um þessi mál á upplýsingasíðum náms- og starfsráðgjafa hér á háskólavef Bifrastar.

Helga Rós tekur við sem náms- og starfsráðgjafi Háskólans á Bifröst af Elfu Huld Haraldsdóttur. Eru Elfu Huld þökkuð frábær störf á vettvangi háskólans og henni óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta