Velkomin til starfa 5. september 2024

Velkomin til starfa

Unnur Símonardóttir hefur verið ráðin náms- og starfsráðgjafi. Um nýtt stöðugildi er að ræða og verða því tveir náms- og starfsráðgjafar starfandi við Háskólann á Bifröst, en fyrir var starfandi Helga Rós Einarsdóttir.

Unnur er með BA próf í uppeldis- og menntunarfræði og MA próf í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Hún hefur umfangsmikla reynslu á starfssviði sínu, en hún var náms- og starfsráðgjafi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ til 13 ára. Á undanförnum sex árum tengdist hún á hinn bóginn öðrum starfsvettvangi sem rekstrarstjóri fimleikadeildar Stjörnunnar.

Unnur er fædd og uppalin í Garðabæ og er búsett þar ásamt fjölskyldunni sinni og hundi. Fjölskyldan elskar að ferðast, helst til framandi landa, en þess á milli finnst Unni ótrúlega skemmtilegt að fylgja börnum hennar og eiginmannsins eftir í íþróttum og öðrum tómstundum. 

Við bjóðum Unni hjartanlega velkomna til starfa við Háskólann á Bifröst.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta