Velkomin til starfa 4. september 2024

Velkomin til starfa

Dr. Rakel Heiðmarsdóttir hefur verið ráðin lektor við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. Hún mun sinna bæði kennslu og rannsóknum við deildina, en rannsóknaáherslur hennar liggja á sviði mannauðsstjórnunar.

Áður hefur Rakel kennt námskeiðið "Professional and Personal Development" í MBA náminu við Háskólann í Reykjavík, auk þess sem hún hefur verið leiðbeinandi með lokaritgerðum við viðskiptadeild háskólans. Þá hefur hún sinnt stundakennslu við HÍ og University of Texas at Austin. 

Rakel hefur jafnframt starfað sem mannauðsstjóri um árabil, s.s. hjá Norðuráli, Bláa lóninu og Garra. 

Er Rakel boðin velkomin til starfa við Háskólann á Bifröst. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta