Velkomin til starfa
Dr. Guðrún Johnsen hefur verið ráðin deildarforseti við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst og er hún boðin velkomin til starfa.
Guðrún er með doktorsgráðu í hagfræði frá École Normale Superiéure í París, MA gráðu í hagnýtri hagfræði og MA gráðu í tölfræði frá University of Michigan í Ann Arbor. Guðrún á að baki langan feril sem háskólakennari síðast hjá Copenhagen Business School, CBS, á sviði fjármálastöðugleika, fjármála fyrirtækja og atvinnuvegahagfræði, þar sem hún er enn í rannsóknarsamstarfi. Rannsóknir hennar hafa einkum verið þverfaglegar á milli lögfræði, hagfræði og fjármála á sviði kerfisáhættu, stjórnarhátta, bankastofnana, hvatalauna og áhættusækni stjórnenda.
Guðrún er með víðtæka reynslu sem ráðgjafi og stjórnarmaður í fjármálafyrirtækjum. Þá var hún varaformaður stjórnar Arion banka á árunum 2010-2017, stjórnarmaður í rekstrarfélagi MP banka 2007-2008 og stjórnarmaður hjá Lífeyrissjóði Verzlunarmanna 2019-2023.
Guðrún starfaði áður sem efnahagsráðgjafi yfirstjórnar danska seðlabankans, Danmarks Nationalbank, í málefnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðagreiðslubankans.
Guðrún tekur við deildarforsetastarfinu af Stefani Wendt, sem tók í sumarbyrjun við deildarforsetastöðu hjá Háskólanum í Reykjavík og eru honum þökkuð vel unnin störf í þágu Háskólans á Bifröst um leið og við óskum honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta