Embla Kristínardóttir er móttökustjóri Háskólans á Bifröst.

Embla Kristínardóttir er móttökustjóri Háskólans á Bifröst.

7. september 2023

Velkomin til starfa

Embla Kristínardóttir hefur verið ráðin móttökustjóri Háskólans á Bifröst. Sem móttökustjóri sér Embla um að svara aðalsímanúmeri og fyrirspurnum sem berast Háskólanum á Bifröst með tölvupósti eða á spjallþræði í forsíðubotta háskólavefjarins. Hún er því oft og tíðum sá starfsmaður sem margir ræða fyrst við hjá háskólanum.

Meðfram nýja starfinu á Bifröst er Embla metabolic-þjálfari í Borgarnesi, en hún á að baki glæstan feril í íþróttum, m.a. sem atvinnukona í körfubolta og A-landsliðskona. Þá var Embla í öllum yngri flokka landsliðum í körfu, auk þess sem hún hefur unnið bæði til titla og einstaklingsverðlauna á íþróttaferli sínum. Hér er því sannkölluð afreksíþróttakona á ferð.   

Karfan hefur verið ekki aðeins líf og yndi Emblu, heldur einnig aðalatvinna. Nú segist hún hins vegar vel geta hugsað sér að skipta um vettvang og hyggur á háskólanám bráðlega.  

Við bjóðum Emblu hjartanlega velkomna til starfa.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta