4. janúar 2024

Velkomin í HB

Við kynnum nýnemum starfsemi háskólans á nýnemadeginum, föstudaginn 5. janúar, kl. 11:30-13:00 á Teams.

Á nýnemadeginum tökum við á móti nýjum nemendum við Háskólann á Bifröst og kynnum þeim starfsemi háskólans. Farið er skipulega yfir allt sem nýnemar þurfa að vita, til að hefja fjarnám við háskólann vandkvæðalaust og má því segja að um mikilvægan upphafspunkt sé að ræða hjá öllum sem eru að taka sín fyrstu skref í námi við HB.

Nýnemadagurinn fer jafnframt fram á Teams. Teamshlekkur verður sendur öllum nýnemum á umsóknarnetfang þeirra, þ.e. það netfang sem gefið var upp í námsumsókn.

Við hefjum að vanda dagskrá nýnemadagsins með ávarpi rektors, Margrétar Jónsdóttur Njarðvík. Að því búnu taka sviðskynningar við. Upplýsingatæknisvið kynnir þá stoðþjónustu sína við nemendur, verkefnastjórar deilda kynna þá þjónustu sem nemendur geta sótt til þeirra og náms- og starfsráðgjafi stiklar á því sem gott er að hafa í huga við upphaf annar.

Þá verður sýnikennsla á kennslukerfi háskólans - Uglu, Inspera og Canvas - og bókasafn HB kynnir þjónustu sína. 

Nýnemadeginum lýkur svo á kynningum deildarforseta, en skipt verður upp í hópa og tekur hver og einn þátt í kynningu á sinni deild.

Smelltu hér til að fara á fundinn
(Teamshlekkurinn opnar kl. 11:25) 

Dagskrá nýnemadagsins (pdf)

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta