27. september 2023
Velkomin á Vísindavöku
Á Vísindavöku verða rannsóknir og fræðastarf Háskólans á Bifröst í forgrunni. Kennarar ásamt öðru starfsfólki munu kynna það helsta sem er í deiglunni háskólans um þessar mundir og vonandi munu sem flestir hafa gaman af því að koma við í kynningarbás háskólans.
Í fyrirlestrarsal verða jafnframt fluttir tveir fyrirlestrar á vegum Háskólans á Bifröst. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri í Skapandi greinum og Erna Kaaber, sérfræðingur, segja frá evrópska rannsóknaverkefninu IN SITU og dr. Eiríkur Bergmann segir frá rannsóknum sínum á popúliskri þjóðernishyggju. Sjá nánar.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta