Velkomin á Bifröst 2. apríl 2023

Velkomin á Bifröst

Umsóknir fyrir haustönn 2023 eru nú í fullum gangi. Frestur til að sækja um rennur út 31. maí nk. Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi hér á landi í fjarnámi á háskólastigi. Háskólanám á Bifröst hentar þannig þeim sem vilja taka námið með vinnu, en um 3 af hverjum 4 nemendum við háskólann eru í fullri vinnu með námi.

Einnig er fjarnám afar hentugt fyrir þau sem eru búsett erlendis og vilja vera í háskólanámi á íslensku, svo að dæmi séu tekin. Þá er margt afreksfólk í íþróttum í háskólanámi við Bifröst, samhliða atvinnumennskunni. 

Við Háskólann á Bifröst er frábært framboð af hagnýtu háskólanámi. Viðskiptafræði við Bifröst gefur nemendum kost á sérhæfingu í viðskiptagreind, sjálfbærnistjórnun eða fjármálastjórnun svo að dæmi séu tekin. 

Þá hefur Háskólinn á Bifröst tekið upp nýjar og spennandi námsgreinar eins og meistaranám í áfallastjórnun og  grunnnám í skapandi greinum. Þá hefur meistaranám í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun notið mikilla vinsælda ásamt meistaranámi í markaðsfræði.

Kynntu þér námsframboðið við Háskólann á Bifröst

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta