Vel sótt málstofa 22. mars 2023

Vel sótt málstofa

Rætt var um hlutverk mennignarstofnana gagnvart manngerðri vá samtímans á málstofunni Menningarstjórnun og mannaldarsúpa.

Málstofan var haldin í samstarfi Háskólans á Bifröst og Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í Reykjavík og var vel sótt. Bergsveinn Þórsson, dósent við Háskólann á Bifröst, flutti fyrirlesturinn „Mannaldarsúpa: um efniskennd og birtingarmyndir loftslagsvár á söfnum“ sem byggir á doktorsverkefni hans.

Að fyrirlestrinum loknum stýrði Njörður Sigurjónsson, prófessor, umræðum. Með Bergsveini í panel var Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík.

Óhætt er að segja að áhugaverðar umræður hafi spunnist um viðfangsefni málstofunnar. Er áhugasömum bent á að nálgast má upptöku af málstofunni hér: https://www.bifrost.is/um-haskolann/vidburdir/beint-streymi

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta