Vaxtahækkanir og ESB
Stuðningur landsmanna við Evrópusambandið hefur aukist á síðustu misserum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að allt að fjórar meginskýringar geti legið að baki þessum aukna stuðningi eða Covid-19 heimsfaraldurinn, Úkraínustríðið, Brexit og stýrivaxtahækkanir undanfarinna mánuða.
Eiríkur ræddi þessi mál við Sigmund Erni Rúnarsson í Fréttavaktinni á Hringbraut. Sagði Eiríkur m.a. að þróunin í þessa átt væri skýr, eftir að stuðningur við aðild hefði legið nokkuð lengi niðri.
Hann benti jafnframt á að ekki væri um einstaka þróun að ræða. „Við höfum farið í gegnum fjölmörg tímabil þar sem stuðningurinn hefur verið mjög mikill. Sem segir okkur að þessi þjóð er ekki alveg viss. En núna líst henni betur á þann kost heldur en áður,“ sagði Eiríkur.
Brattar vaxtahækkanir undanfarið misseri er þó að mati Eiríks stærsta skýringin í þessum efnum. „Verðbólgan hefur oft verið þrálátari hér og hefur harkalegri áhrif á lántakendur í gegnum stýrivaxtaákvarðanir. Það mál, krónumálið, held ég að sé að keyra stuðninginn.“
Sjá frétt á vef Fréttablaðsins ásamt klippu af viðtalinu við Eirík
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta