Lífsorka, listaverk Ásmundar Sveinssonar á vegg tengibyggingar Kringlunnar og gömlu heimavistarinnar, að forvörslu verksins lokinni.

Lífsorka, listaverk Ásmundar Sveinssonar á vegg tengibyggingar Kringlunnar og gömlu heimavistarinnar, að forvörslu verksins lokinni.

25. nóvember 2021

Varðveisla mikilvægra menningarverðmæta

Skólahald á Bifröst hefur lengi ljáð lífinu í Norðurárdal glæstan blæ. Kynslóð eftir kynslóð hefur arkitektúr Sigvalda Thordarson veitt skólahaldi rismikla aðstöðu fyrir menntun ungs fólk til ábyrgðar og áhrifa.

Hollvinasjóður Bifrastar leitar nú eftir stuðningi hollvina sinna svo halda megi við upprunalegri ásýnd skólans; þeim glæsilegu byggingum sem telja má hjarta skólahalds á Bifröst.

Hollvinasjóðurinn var stofnaður á liðnum áratug af velunnurum skólans og reiddu liðlega 900 hollvinir fram stofnframlag. Helsta hlutverk sjóðsins er að leggja fram fjármagn til viðhalds á þeim sögulegu byggingum sem Bifröst skartar.

Nú þegar má sjá verulegan árangur af framlögum úr sjóðnum. Ytra byrði hátíðarsalar og forvöslu á merktu útilistaverki Ásmundar Sveinssonar, Lífsorka, er jafnframt lokið.

Látlaust líður þó vel tenntur tíminn og dugir ekki að staldra of lengi við. Heldur söfnun hollavinasjóðsins því áfram með það fyrir augum að varðveita eins vel og unnt er menningarsögulega arfleifð og reisn skólahalds á Bifröst.

Stofnaðar hafa verið valgreiðslur sem eru sýnilegar í heimabönkum hollvina, og í krafti fjöldans munum við heyja baráttu við veðrun tímans. Hollvinasjóðnum þætti afar vænt um stuðning þeirra sem hann mögulega geta veitt. Að auki er öllum frjálst að leggja til framlög á reikning sjóðsins, sem sjá má hér að neðan. Saman getum við hlúið að perlu Norðurárdals og tryggt að hjarta Bifrastar haldi áfram að slá.


Reikningsnúmer: 0326-26-724

Kennitala: 420714-0330

Sjá kynningarmyndband

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta