Útskrift úr starfsþjálfanáminu TTRAIN 12. maí 2017

Útskrift úr starfsþjálfanáminu TTRAIN

Fjórði hópur starfsmanna íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja lauk þann 11. maí, námi sem starfsþjálfar á vinnustað. Starfsþjálfanámið, TTRAIN, snýst um að þróa aðferðir til að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustunnar sem sér um þjálfun nýrra starfsmanna innan fyrirtækja sem og endurmenntun þeirra sem fyrir eru.

Námið byggir á samevrópsku verkefni sem styrkt var af Erasmus+ menntaáætlun ESB.  Verkefnisstjórn var í höndum Rannsóknaseturs verslunarinnar og tóku Samtök ferðaþjónustunnar og Háskólinn á Bifröst einnig þátt í verkefninu.  

„Námið skilar þátttakendum verkfærum sem nýtast í starfi strax frá fyrsta degi. Á námskeiðinu voru kynntar mismunandi kennsluaðferðir og mikilvægi skapandi aðferða við miðlun upplýsinga og þjálfun starfsmanna. Strax á fyrsta degi kom í ljós að hópurinn samanstóð af mjög áhugasömu og hugmyndaríkum einstaklingum. Þátttakendur unnu að þjálfunaráætlun undir leiðsögn kennara sem voru kynntar á loka degi námskeiðsins," segir Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir, sviðsstjóri annarrar menntastarfssemi við Háskólann á Bifröst.

Nánari upplýsingar um TTRAIN starfsþjálfanámskeiðið má nálgast hér.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta