23. nóvember 2023

Úthlutað úr Rannsóknasjóði Háskólans á Bifröst

Dr. Bjarki Þór Grönfeldt, lektor, hlaut tæplega 1.300 þ.kr. vegna rannsóknaverkefnis sem lýtur að samsömum (e. identification) Íslendinga við sveitarfélag sitt og var það jafnframt hæsti styrkurinn sem úthlutaður var að þessu sinni. 

Dr. Eiríkur Bergmann, prófessor, hlaut liðlega eina milljón króna til tveggja vikna dvalar í Washington DC vegna rannsóknar á Weaponizing Conspiracy Theories og vegna kostnaðar fyrir opinn aðgang að tveimur köflum í væntanlegri útgáfu Routledge á bókinni Weaponizing Conspiracy Theories.

Þá hlaut dr. Njörður Sigurjónsson, prófessor, 870 þ.kr vegna verkefnisins Íslenskir menningarstjórnendur: Viðhorf til áskorana í umhverfi, jafnréttismála, inngildingar, sjálfbærni og tæknibreytinga. 

Samanlagt var um 2,3 m.kr. úthlutað. Auglýst var eftir umsóknum um síðastliðin mánaðamót og var fjöldi umsókna með mesta móti. 

Markmið rannsóknasjóðsins er að stuðla að aukinni rannsóknavirkni  við Háskólann á Bifröst. Þá er úthlutað til rannsóknaverkefna sem ætlað er að leiði til birtingar á viðurkenndum vettvangi og gefa rannsóknarstig samkvæmt matskerfi háskólans.

Styrkir geta tengst ýmsum þáttum rannsókna en sem dæmi má nefna kostnað við ferðir erlendis vegna samráðs eða gagnaöflunar í tengslum við alþjóðleg rannsóknaverkefni, undirbúnings gagnaöflunar, gagnaúrvinnslu og greiningarvinnu, sem og prófarkalestur og miðlun og útgáfa í formlegu formi.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta