Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, á kynningunni í morgun. Kynning fór fram í Grósku var vel sótt af fulltrúum háskólasamfélagsins.

Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, á kynningunni í morgun. Kynning fór fram í Grósku var vel sótt af fulltrúum háskólasamfélagsins.

12. janúar 2023

Úthlutað til aukins samstarfs háskólanna

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnti í morgun úthlutanir vegna aukins samstarfs háskóla. Alls var 1.164 m.kr. veitt til 25 verkefna.

Ráðherra kynnti í haust sem leið stofnun samstarfssjóðs háskólanna sem hefði það að markmiði að stuðla að auknum gæðum háskólanáms hér á landi og samkeppnishæfni háskólanna með auknu  samstarfi þeirra á milli.

Að sögn ráðherra brugðust háskólarnir skjótt við og bárust samtals 48 umsóknir fyrir 2,8 ma.kr. vegna fyrstu úthlutunarinnar úr sjóðnum, sem fram fór nú í morgun.

Háskólinn á Bifröst á hlut að sjö af þeim 25 verkefnum sem hlutu stuðning. Þar á meðal er verkefni sem Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst (HB), leiðir í samstarfi við HA. HÍ, Byggðastofnun og Hagstofuna. Það nefnist Efling náms og rannsókna á sviði menningar og skapandi greina og var úthlutað 21 milljón króna.

Önnur samstarfsverkefni sem Háskólinn á Bifröst kemur að eru: Ugla þróuð til að bæta þjónustu við háskólanema: allir opinberu háskólarnir, HB, LHÍ (102 m.kr); Sameiginlegt átak í íslensku, m.a. með fjarnámi: HÍ, HR, HA, HB, Stofnun Árna Magnússonar, Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og LSH (100 m.kr); Aukin starfsþróun háskólakennara til að auka gæði kennslu í stafrænu samfélagi: allir háskólar (46 m.kr); Nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis: allir háskólar (35 m.kr); Gagnaþjónusta félagsvísinda efld: HÍ, HA, HA og HB (30 m.kr) og Samþætting og þróun á ÍRÍS (upplýsingagátt háskólanna): allir háskólarnir, Landsbókasafn og Rannís (28 m.kr).

Sjá nánari umfjöllun á vef ráðuneytisins

Streymi af fundinum

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta