Frá pallborðsumræðum málþingsins. F.v. Bryndís Hlöðversdóttir, Jóhannes Tómasson, Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir, Erna Sigurðardóttir og Unnar Steinn Bjarndal Björnsson, sem stjórnaði jafnframt umræðum.

Frá pallborðsumræðum málþingsins. F.v. Bryndís Hlöðversdóttir, Jóhannes Tómasson, Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir, Erna Sigurðardóttir og Unnar Steinn Bjarndal Björnsson, sem stjórnaði jafnframt umræðum.

3. desember 2021

Upptaka af 20 ára afmælismálþingi lagadeildar

Gerður var góður rómur að 20 ára afmælismálþingi lagadeildar Háskólans á Bifröst, er Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor háskólans hafði slitið því um 17 leytið í dag. Málþingsins verður ekki hvað síst minnst fyrir áhugaverðar umræður um stöðu laganáms á Íslands.

Málþingið var helgað minningu Ólafar Nordal, fyrsta forseta lagadeildarinnar á Bifröst, og merkum verkum hennar á vettvangi stjórnmála, dómsmála og laganáms. Auk þess sem Ólöf var einn helsti brautryðjandi laganáms við Bifröst, þá ruddi hún einnig millidómsstigi Landsréttar braut, svo að fátt eitt sé sagt af framlagi hennar.

Frummælendur málþingsins voru þrír. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, sögðu með persónulegum og lifandi hætti frá samstarfi þeirra við Ólöfu. Þá leit Kristrún Heimisdóttir, lektor við lagadeildina á Bifröst, yfir farinn veg og fjallaði um þau áhrif sem það hefur haft að kennsla í lögfræði var tekin upp utan Háskóla Íslands, fyrst við Bifröst og síðar einnig við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra vísinda, iðnaðar og nýsköpunar, ávarpaði málþingið. Þá var Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, á meðal þátttakenda.

Nánustu aðstandendum Ólafar Nordal eru færðar sérstakar þakkir, en málþingið var haldið á afmælisdegi Ólafar Nordal.

Málþingsstjóri var Elín H. Jónsdóttir, forseti lagadeildar.

Sjá upptöku af málþinginu

Sjá dagskrá málþingsins

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta