Uppskeruhátíð meistaranema 5. júní 2024

Uppskeruhátíð meistaranema

Kynnt verða valin lokaverkefni á uppskeruhátíð meistaranema, sem verður næstkomandi mánudag, þann 10. júní. Kynningin fer fram í Veröld - húsi Vigdísar Finnbogadóttur og hefst kl. 14:30.

Alls verða fimm lokaverkefni kynnt, sem öll eiga það sammerkt að vörn þeirra fór fram nú í apríl síðastliðnum og verða meistaraefnin brautskráð frá Háskólanum á Bifröst við athöfn þann 15. júní nk.

Eftirtalin verkefni verða kynnt:

Birta María Bobu Elvarsdóttir, MS í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun, lokaverkefni hennar nefnist Tölvuleikir og Moloch mynstur;

Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, MS í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun, en lokaverkefni hennar nefnist Allir eiga að vera mega hressir og brennandi áhuga - Kröfur um samskiptahæfni í atvinnuauglýsingum og upplifun einhverfra einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði;

Kristín Eva Sveinsdóttir, MA í áfallastjórnun, en yfirskrift lokaverkefnis hennar er Allir í bátana!  Langtímaáhrif eldgossins í Heimaey 1973 á þau sem upplifðu hamfarirnar sem börn;

Lilja Björk Haraldsdóttir, MA í Menningarstjórnun og nefnist lokaverkefni hennar Áhorfendaþróun innan sviðslistastofnana á Íslandi - Samsetning áhorfenda og leiðir til frekari þróunar; 

Viðar Guðjohnsen, ML í lögfræði en lokaverkefni hans nefnist Hugtakið „lyf“.

Uppskeruhátíðin er öllum opin og er aðgangur þáttttakendum að kostnaðarlausu.

Uppskeruhátíð meistaranema - dagskrá

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta