Dr. Eiríku Bergmann í pontu í samkomusal Blaðamannafélags Íslands, þar sem málstofan fór fram í dag. Sitjandi eru Sigríði Dögg Auðunsdóttur og Elfu Ýr Gylfadóttur.

Dr. Eiríku Bergmann í pontu í samkomusal Blaðamannafélags Íslands, þar sem málstofan fór fram í dag. Sitjandi eru Sigríði Dögg Auðunsdóttur og Elfu Ýr Gylfadóttur.

18. maí 2022

Upplýsingaóreiða á ófriðartímum

Umræða um þær ógnir sem stafa af vaxandi upplýsingaóreiðu hefur fengið endurnýjaðan kraft með styrjöldinni í Úkraníu. Haldin var afar áhugaverð málstofa um málið í dag.

Yfirskrift málstofunnar var Upplýsingaóreiða á ófriðartímum og voru frummælendur voru þrír. Efla Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar fjallaði um áróður sem mikilvægt vopn í stríði og dr. Eiríkur Bergmann, prófessor við Háskólann á Bifröst ræddi um vopnvæðingu samsæriskenninga. Þá spurði þriðji og síðasti frummælandinn, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands með beinskeyttum hætti að því hvort einhver hafi efni á því að veita afslátt af tjáningarfrelsinu.

Fundarstjóri var dr. Njörður Sigurjónsson, forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst og leiddi hann jafnframt umræður í lok málstofunnar.

Um er að ræða samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst, Fjölmiðlanefndar og Blaðamannafélags Íslands. Erindi voru stutt og hnitmiðuðu og er óhætt að mæla með erindum frummælenda og umræðum við áhugafólk um þann vanda sem steðjar að vestrænni lýðræðisþróun með samfara vaxandi upplýsingaóreiðu. Er m.a. vísað í ýmis dæmi um fordæmalausa misnotkun upplýsinga í áróðursskyni.

Sjá upptöku af beinu streymi frá fundinum á FB

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta