Upplýsingaóreiða á ófriðartímum er yfirskrift málstofu sem Háskólinn á Bifröst heldur miðvikudaginn 18. maí nk. í samstarfi við Blaðamannafélag Íslands og Fjölmiðlanefnd.
Upplýsingaóreiða hefur farið vaxandi undanfarinn áratug. Þessi varhugaverða þróun, sem rekja má m.a. til aukinnar útbreiðslu samfélagsmiðlunar, hefur nú snúist til enn verri vegar með innrás Rússa í Úkraínu. Á málstofunni verður fjallað um þá alvarlega stöðu sem er uppi og líkleg áhrif á vestræn lýðræðiskerfi, m.a. út frá meginreglunni um mikilvægi lýðræðislegrar og gagnsæjar umræðu.
Frummælendur eru:
- Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar
- Eiríkur Bergmann, prófessor við Háskólann á Bifröst
- Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands
Fyrirspurnum og umræðum í málstofulok stýrir Njörður Sigurjónsson, prófessor og forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst. Málstofan er opin öllum og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Áhugasömum er vinsamlegast bent á að skrá sig hér.