30. janúar 2023
Uppástand um hagsæld
Njörður Sigurjónsson, prófessor í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, var í Uppástandi í RÚV í vikunni sem leið.
Uppástand er vettvangur á Rás 1, þar sem fólki úr ýmsum áttum býðst að flytja stuttar hugleiðingar sem tengjast sama umfjöllunarefni.
Umfjöllunarefnið er að þessu sinni hagsæld. Í nálgun sinni á viðfangsefnið rýnir Njörður forsendur hagsældar í nútíð, fortíð og framtíð og kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að sjálfbær hagsæld gæti að vissum skilyrðum uppfylltum náð til alls mannkyns.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta