7. apríl 2022

Úkraínusöfnuninni er lokið

Okkur langar að þakka þeim fjölmörgu sem gefið hafa til Úkraínusöfnunar Háskólans á Bifröst.
Söfnunin hefur svo sannarlega gengið vonum framar og mun gera okkur kleift að taka með sóma á móti flóttafólkinu sem von er á nú í vikunni. Það er okkur einnig mikið ánægjuefni að geta tilkynnt að söfnunin hefur skilað öllu sem til þarf.
Við erum þess vegna í þeirri ánægjulegu stöðu að geta afþakkað frekari framlög. Kærar þakkir öll fyrir að bregðast ótrúlega hratt og vel við.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta