1. apríl 2022

Úkraínusöfnunin hefur gengið afar vel

Úkraínusöfnun Háskólans á Bifröst á hefur gengið afar vel. Er öllum þeim fjölmörgu sem gefið hafa til söfnunarinnar færðar bestu þakkir fyrir.

Gert er ráð fyrir að taka á móti allt að 150 flóttamönnum í næstu viku. Enn er ekki alveg ljóst hvenær þeir fyrstu koma, en áhersla er lögð á að það gerist eins fljótt og auðið er.

Eins og komið hefur fram fær flóttafólkið tímabundin afnot af lausu húsnæði á Bifröst, á meðan gata þess verður greidd hvað frekari dvöl snertir hér á landi.

Í sumt af húsnæðinu vantaði húsbúnað. Að sögn Ævars Rafns Kjartanssonar, sem stýrt hefur söfnunarmóttökinni fyrir Háskólann á Bifröst, hefur fólk brugðist ótrúlega vel og hratt við ákalli um aðstoð. Safnast hafa húsgögn hvers konar, heimilistæki og búsáhöld - sem mun allt koma að afar góðum notum.

Enn vantar þó örlítið upp á, fyrst og fremst rúmdýnir og sængur- og koddaver. Lumi einhver á 80x200 sm. rúmdýnum og/eða sængurfötum má endilega láta vita af því á ukraina@bifrost.is

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta