Tungumálið er lykillinn
Barry James Logan Ward segir frá íslenskunámi sínu og síðar háskólanámi í skemmtilegu viðtali á mbl.is, en hann hefur verið búsettur hér á landi í átta ár.
Hann kom hingað til lands í fyrsta sinn í frí árið 2014 og kunni þá ekki stakt orð í íslensku. Nú, tíu árum síðar, hefur hann ekki aðeins náð góðum tökum á tungumálinu heldur útskrifaðist hann einnig nýlega með BA gráðu frá Háskólanum á Bifröst.
Þá var hann valinn af samnemendum sínum til að flytja ávarp fyrir hönd útskriftarnema úr félagsvísindadeild, sem hann og gerði glimmrandi vel bæði á ensku og íslensku.
Í viðtalinu við mbl.is stiklar Barry á því helsta í viðburðaríku lífi sínu hér á landi. Einnig segir hann frá námi sínu við Háskólann á Bifröst, en hann kláraði fyrst háskólagátt á ensku og íslensku fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Þessu undirbúningsnámi lauk hann með láði og síðan bætti hann um betur og útskrifaðist með BA í miðlun og almannatengslum.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta