Tungumálatöfrar hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu vegna frumkvöðlastarfs á sviði íslenskukennslu. Anna Hildur (t.v.) ásamt samstarfskonum og ráðherra sem afhenti viðurkenninguna.
16. nóvember 2022Tungumálatöfrar
Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina tók í dag á móti sérstakri viðurkenningu á Degi íslenskrar tungu, sem formaður verkefnisins Tungumálatöfra á Ísafirði. Verkefnið býður upp á málörvandi umhverfi í gegnum skapandi kennsluaðferðir fyrir fjöltyngd börn.
Viðurkenningunni er ætlað að vera Tungumálatöfrum hvatning til frekari rannsókna og uppbyggingarstarfs.
Tungumálatöfrar, Tungumálatöfrar, í takti tölum við saman, má heyra sungið af kór barna og fullorðinna á myndbandi sem finna má á netinu. Það var tekið upp á sumarnámskeiði fyrir börn á Ísafirði en þar saman komu krakkar á aldrinum 5–11 ára til að læra íslensku í gegnum listsköpun og leik.
Námskeiðið hefur verið haldið frá árinu 2017 og er ætlað íslenskum börnum sem hafa fæðst erlendis eða flutt til annarra landa og börnum af erlendum uppruna sem hafa sest að hér á landi. Börnin eiga það því sameiginlegt að vera fjöltyngd og um leið og þau eru örvuð til að nota íslensku er þeim bent á þann styrk sem felst í því að kunna fleiri tungumál en eitt.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála, viðskipta- og menningarmálaráðherra afhenti viðurkenninguna.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta