2. nóvember 2022

Tilgangur miðlunar og gagnvirkra samskipta

Faghópur almannatengsla og samskiptastjórnunar heldur umræðunni áfram um tilgang miðlunar og gagnvirkra samskipta. Að þessu sinni stendur hópurinn fyrir fundi á Akureyri, miðvikudaginn 2. nóvember. 

Yfirskrift fundarins er Hver er tilgangur miðlunar og gagnvirkra samskipta fjölmiðla og lögaðila?

Ingvar Örn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Cohn og Wolfe dr. Guðbjörg Hildur Kolbeins, dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri og aðjunkt í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst. fjalla um helstu álitaefnin í miðlun gagnvirkra samskipta fjölmiðla og lögaðila.

Ingvar Örn hefur starfað sem sérfræðingur í almannatengslum í 20 ár og hefur verið ötull talsmaður þess að efla faglegan starfsgrundvöll almannatengsla hér á landi. Guðbjörg Hildur er á hinn bóginn dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri og aðjunkt í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst, og hefur unnið að rannsóknum á íslenskum fjölmiðlum um árabil.

Síðast á dagskrá eru svo umræður og fyrirspurnir, sem Skapti Hallgrímson, ritstjóri www.akureyri.net og einn reyndasti blaðamaður landsins tekur þátt í ásamt þeim Ingvari Erni og Guðbjörgu Hildi.

Erla Björg Eyjólfsdóttir, formaður stjórnar faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun mun leiða fundinn. 

Fundurinn fer fram í Ketilhúsi, Kaupvangsstræti 8 og hefst kl. 17:00.

Sjá nánar á vef Stjórnvísi

 

Það eru allir velkomnir á Stjórnvísiviðburði sér að kostnaðarlausu. Í Stjórnvísi eru í dag um 4500 stjórnendur frá 400 fyrirtækjum sem greiða árgjaldið. Stjórnvísi er í eigu sinna félagsmanna og rekið án fjárhagslegs ávinnings. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta