Til lausnar stjórnarskrármálinu
Í nýútkominni bók Deliberative Constitution-making: Opportunities and Challenges, leggur dr. Eiríkur Bergmann til áhugaverða leið til lausnar deilunni í stjórnarskrármálinu svonefnda, sem staðið hefur nú yfir í áratug.
Bókin er gefin út af Ruthledge í ritstjórn Min Reuchamps og Yanina Welp og geymir gott safn greina eftir fjölda evrópskra fræðimanna, sem hafa á undanförnum árum rýnt ýmsa þætti borgaralýðræðis.
Þar á meðal er kafli eftir Eirík, þar sem hann ber saman stjórnlagaferli annars vegar á Íslandi og hins vegar á Írlandi.
Í kafla sínum, sem nefnist Lessons from two island nations: Re-reading the Icelandic Deliberative Constitutional Process in light of the success of the Irish Constitutional Convention, dregur Eiríkur m.a. fram þann meginmun landanna á milli, að fulltrúar hafi verið kosnir í almennri kosningu á íslenska stjórnlagaþingið (sem síðar breyttist í stjórnlagaráð).
Írar hafi aftur á móti stuðst við slembival úr þjóðskrá, auk þess sem valdir þingmenn á írska þinginu hafi setið stjórnlagaþingin þar í landi.
Stjórnlagaferlið hér á landi fór fram á árunum 2010 til 2013 og er að mati Eiríks ein metnaðarfyllsta tilraunin í þá veru að laða almenna borgara til þátttöku við stjórnarskrárgerð.
Það megi ráða m.a. af því að íslenska ferlið hafi orðið fyrirmynd álíkra boragaraþinga víða um veröld, jafnvel þó að frumvarp að nýrri stjórnarsrká hafi síðar steytt á skeri pólitískra deilna.
Á meðal árangursríkustu stjórnlagaþingina sem hafa verið haldin, eru að sögn Eiríks röð írskra stjórnlagaþinga sem leiddu í nokkrum lotum til umtalsverðra breytinga á írsku stjórnarskránni.
Í bókarkaflanum leiðir Eiríkur síðan rök að því, að Íslendingar gætu ekki síður dregið gagnlegan lærdóm af reynslu Íra í þessum efnum.
Á meðal þess sem lagt er til í bókarkaflanum er að boðað verði til nýs borgaraþings á Íslandi til að ljúka stjórnarksrárferlinu og að hið nýja stjórnlagaþing samanstandi af 22 fulltrúm sem stjórnmálaflokkar á Alþingi skipa og 44 fulltrúum þjóðarinnar, völdum með slembivali úr þjóðskrá.
Sem fullgildingarferli nýrrar stjórnarskrár er í meginatriðum lagt til að samþykkt drög stjórnlagaþings verði vísað til Alþingis til staðfestingar. Samþykki Alþingi frumvarpið fari það í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða alþingiskosningum. Hljóti ný stjórnarskrá náð fyrir augum almennra kjósenda, kæmi að lokum í hlut nýkjörins Alþingis að staðfesta hana.
Sjá nánari upplýsingar höfundar um tildrög og tillögur bókarkaflans
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta