Hér má sjá dr. Vífil Karlsson flytja erindi á Byggðaráðstefnu 2021.
25. nóvember 2021Til hamingju með nýju prófessorsstöðuna
Dr. Vífill Karlsson hefur fengið framgang í stöðu prófessor við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. Dr. Stefan Wendt, forseti deildarinnar, sendi nýlega frá sér tilkynningu þessa efnis.
Vífill var lektor og síðar dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst á árunum 1996 til 2008. Hann var svo skipaður dósent við háskólann á ný sl. vor og hefur nú, eins og áður segir, fengið framgang í stöðu prófessors.
Samhliða kennslu og rannsóknum hefur Vífill starfað sem ráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) frá árinu 2000.
Af öðrum akademískum stöðum má svo nefna að Vífill hefur um langt árabil einnig starfað við Háskólann á Akureyri, nú síðustu árin sem dósent.
Vífill lauk doktorsprófi í hagfræði við Háskóla Íslands árið 2012. Grunnnám stundaði Vífill við Háskólann í Bergen í Noregi, en þaðan brautskráðist hann sem Cand. Mag. árið 1994. Hann tók síðan Cand. Polit. gráðuna við sama háskóla árið 1997.
Helstu áhugasvið Vífils eru borgar- og landshlutahagfræði, samgönguhagfræði og umhverfis- og auðlindahagfræði.
Nálgast má nánari upplýsingar um kennslu- og rannsóknarstörf Vífils á háskólavef Bifrastar.
Vífli eru hér með færðar hamingjuóskir með nýju stöðuna og honum óskað góðs gengis.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta