Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi
Þorkell Máni Pétursson, útvarpsmaðurinn góðkunni sem lauk diplómagráðu í skapandi greinum við Háskólann á Bifröst sl. vor, hefur gefið út athyglisverða sjálfshjálparbók fyrir karlmenn. Bókin er sérstaklega ætluð þeim sem vita að sjálfshjálparbækur eru bara fyrir aumingja og var lokaverkefni Þorkels Mána í náminu.
Rauði þráður bókarinnar fjallar um það hvernig höfundinum tókst að vinna sig upp úr aumingjaskap. Í áhugaverðu viðtali á RÚV, sem tekið var í tilefni af útkomu bókarinnar kemur m.a. fram, að frásögnin sé að verulegu leyti byggð á samtölum sem hann hafi átti við aðra karlmenn síðustu árin. Hann hafi sem 12 spora-maður og markþjálfi verið í samskiptum við karlmenn á öllum aldri um langt skeið. „Þetta kemur úr svoleiðs samtölum, hvernig á maður að vera karlmaður.“
Aðdragandanum lýsir Þorkell Máni þannig, að þegar flestir tölvupóstar voru farnir að snúast um það, að fresta næstu ársthátíð um aðra 12 mánuði, hafi myndast lag fyrir hann til að skrá sig í nám í skapandi greinum við Háskólann á Bifröst. Þá fyrst fékk hann þann tíma sem hann þrufti til að koma bókinni frá sér, sem hann hafði fram að því gengið lengi með í maganum.
Útgefandi bókarinnar er Heiða Björk Þórbergsdóttur, eigandi Krónikunnar, en hún er jafnframt í BA námi í skapandi greinum við Háskólann á Bifröst.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta