Þrír nýir akademískir starfsmenn ráðnir til skólans 17. júlí 2019

Þrír nýir akademískir starfsmenn ráðnir til skólans

Þrír nýir akademískir starfsmenn hafa verið ráðnir til skólans, tveir þeirra í viðskiptadeild og einn í félagsvísinda- og lagadeild. Um er að ræða þrjár konur sem allar hafa reynslu bæði af kennslu og rannsóknum.

Heather McRobie hefur verið ráðin í fullt starf sem lektor við félagsvísinda- og lagadeild og hefur hún störf 1. ágúst næstkomandi. Heather lauk doktorsgráðu frá Oxford Háskóla í Bretlandi árið 2017 sem fjallaði um arabíska vorið. Heather hefur starfað við ritstörf, kennslu og rannsóknir og hefur meðal annars gefið út bókina Literary Freedom sem fjallar um ritfrelsi.

 

 

Þóra Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin í hlutastarf sem lektor við viðskiptadeild. Þóra lauk doktorsgráðu í stjórnun frá Cranfield háskóla í Bretlandi árið 2017 og hefur starfað við háskólann sem stundakennari undanfarin tvö ár. Hún starfar einnig hjá rannsóknarfyrirtækinu Maskínu við mannauðsrannsóknir og ráðgjöf og mun sinna því starfi áfram.

 

 

Arney Einarsdóttir hefur verið ráðin í fullt starf sem lektor við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst og hefur störf 1. janúar næstkomandi. Arney mun einnig sinna stöðu mannauðsstjóra hjá skólanum. Arney lauk doktorsprófi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2018. Hún starfaði sem lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík frá árinu 2004 til 2017 og sem forstöðumaður rannsóknarstofnunar í mannauðsstjórnun. Frá 2018 hefur Arney starfað sem lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

 

Við bjóðum þær Arneyju, Þóru og Heather velkomnar til starfa og hlökkum til komandi skólaárs!

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta