Þjóðernispoppúlismi og COVID19 7. desember 2021

Þjóðernispoppúlismi og COVID19

Rannsóknir Dr. Eiríks Bergmanns, prófessors við Háskólann á Bifröst, á uppgangi þjóðernispoppúlisma hafa vakið verðskuldaða athygli víða um heim.

Í nýjustu grein sinni um efnið, Will the COVID-19 Crisis Lead to a Fourth Wave of Neo-nationalism? skoðar Eíríkur hvort forsendur standi til þess, að COVID19 kreppan hrindi af stað fjórðu bylgjunni af þessari vaxandi stjórnmálahreyfingu um heim allan.

Í greininni bendir Eiríkur m.a. á, að eins og dæmin sanni, þá hafi þjóðernispoppúlistum iðulega tekist að færa sér pólítískt í nyt afleiðingar af efnhagslegum þrengingum, með því að útnefna sig sem e.k. bjargvætti fólksins eða þjóðarinnar.

Í fyrri rannsóknum hefur Eiríkur sýnt fram á að þjóðernispoppulismi hafi tekið á sig endanlega mynd á eftirstríðsárunum í kjölfarið á þremur aðskildum efnahagskreppum. Að þessu sinni greinir hann með hliðsjón af þessum djúpstæðu áhrifum sem efnahagskreppur hafa haft á vestræna stjórmálamenningu, helstu einkenni COVID19 kreppunnar og kannar út frá því hvort viðbrögð stjórnvalda við faraldarinum séu líkleg til að hrinda af stað fjórðu bylgju þjóðernispoppúlisma.   

Grein Eiríks birtist í Ári plágunnar, sérhefti gefið út af English Studies in Africa, fornfrægu bókmenntatímariti og einu virtasta fræðiriti heims á sviði hug- og félagsvísinda. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta