Þjálfun til árangurs - ifempower ryður kvenfrumkvöðlum braut
Háskólinn á Bifröst hefur verið aðili að Evrópuverkefninu ifempower - Interactive and mentorship based FEMale emPOWERment in the field of entrepreneurship.
Verkefnið beinist að stöðu ungra kvenna sem frumkvöðlar og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir í senn markvissar og nýstárlegar aðgerðir þeim til stuðnings og eflingar í nýskapandi atvinnurekstri.
Þessu þriggja ára verkefni var hrundið af stað í sumarlok árið 2018 og lauk í ágúst síðastliðnum. Á meðal athyglisverðra afurða þess má nefna þróun nýrrar verkfærakistu ásamt kennslu- og stuðningsefni fyrir unga kvenfrumkvöðla, auk einstakrar mentor-áætlunar, sem hinir níu aðilar ifempower verkefnisins standa í sameiningu að.
Kári Joensen, lektor og Jón Snorri Snorrason, dósent, hafa stýrt ifempower hér á landi að hálfu Háskólans á Bifröst.
Að sögn Kára hefur verið einstaklega ánægjulegt að taka þátt í verkefninu, ekki hvað síst fyrir þann athyglisverða árangur eða afurðir sem verkefnið hefur skilað og sagt er nánar frá á vef verkefnisins.
„Námskeiðið Konur fara í rekstur, sem þjálfar frumkvöðlafærni, er eitt af mörgum afurðum verkefnisins hér á landi. Það er nú valnámskeið í grunnnámi við Bifröst og hefur mælst vel fyrir," segir Kári.
Allar afurðir verkefnisins eru aðgengilegar fyrir mennta- og fræðslustarf sem Open Education Resources (OER).
Ábendingar til stjórnvalda vegna aðgerða í þágu kvenfrumkvöðla sem verkefnastjórnin mælist til, eru birtar í Lokaskýrslu imfempower (Final ifempower Study).
Trained for Success: Empowering Future Women Entrepreneurs across Europe
Achievements of the ifempower project
Press Release
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta