13. mars 2023

Þarf fyrirvara við stríðsáróðri?

Dr. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild, hvetur stjórnvöld, í Morgunblaðsgrein í dag, til að afnema fyrirvara vegna stríðsáróðurs sem gerður var í alþjóðasamningi um borgarleg stjórnmálaleg réttindi (SBSR) frá 1966.  

Í 20. gr. samningsins er kveðið á um aðbanna skuli með lögum stríðsáróður og ýmsa aðra tjáningu sem hefðbundið er að flokka sem hatursorðræðu. Er ákvæðinu ætlað að koma í veg fyrir að áróðursmaskínur Þriðja ríkisins verði endurteknar.

Þegar Ísland undirritaði samninginn árið 1979 gerðu stjórnvöld fyrirvara við ákvæði samningsins um stríðsáróður með vísan í tjáningarfrelsi og mögulega skerðingu þess, en hin Norðurlöndin höfðu gert sams konar fyrirvara þegar samningurinn var undirritaður af þeirra hálfu.

Bendir Bjarni á, að í þessu samhengi verði að hafa í huga að heimilt er að takmarka tjáningarfrelisð með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins og til verndar heilsu eða siðgæða manna svo að dæmi séu nefnd og spyr í framhaldinu hvort ekki væri tilvalið að ræða á samstarfsvettvangi Norðurlandanna hvort breyttar aðstæður í heimsmálum kalli á afturköllun þessa fyrirvara um stríðsáróður?

Sjá greinina í heild sinni

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta