Þar sem menning og nýsköpun mætast - Átt þú erindi?
17. október 2025

Þar sem menning og nýsköpun mætast - Átt þú erindi?

Lokaráðstefna IN SITU verkefnisins, fjallar um hvernig menning leggur grunninn að nýsköpun í landsbyggðum og verður haldin í Valmiera í Lettlandi dagana 11.–13. maí 2026. Ráðstefnan er haldin á vegum IN SITU rannsóknaverkefnisins sem skoðar áhrif menningar og skapandi greina á staðbundna nýsköpun. 

Markmið og þátttaka

Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur fyrir tengslamyndun, þekkingarmiðlun og umræðu um tækifæri og áskoranir skapandi starfsemi í landsbyggðum.
Fræðimenn, listamenn, menningarstjórnendur, stefnumótendur, aðgerðasinnar og stjórnmálafólk er hvatt til að senda inn tillögur að erindum og kynningu á verkefnum.

Efnistök og innihald

Lögð verður áhersla á nýstárlegt og frumlegt framlag til umræðu um staðbundna nýsköpun og umbreytandi áhrif menningar og skapandi greina á mótun sjálfbærni og seiglu í samfélögum í landsbyggðum.
Á ráðstefnunni verða kynntar helstu niðurstöður IN SITU verkefnisins og IN SITU heimildarmyndin sem fjallar um rannsóknina verður frumsýnd. Myndin veitir innsýn í sex tilraunasvæði verkefnisins þar með talið Vesturland hér á Íslandi og sýnir raunveruleg dæmi úr starfinu sem unnið hefur verið.

Skráning og frekari upplýsingar

  • Skráning hefst 19. janúar 2026 – takið daginn frá.
  • Nánari upplýsingar um þema, dagskrá, innsendingu tillagna, þátttökugjöld og ferðaupplýsingar verða birtar á heimasíðu ráðstefnunnar á næstu vikum.

Við bjóðum öll hjartanlega velkomin hvort sem fólk vill flytja erindi eða einfaldlega nýta sér viðburðinn fyrir tengslamyndun og til að fræðast.

Um ráðstefnuna

Ráðstefnan er skipulögð af Lettnesku menningarakademíunni og félagsvísindadeild Coimbra háskóla í samstarfi við European Network of Cultural Centres, Culture Action Europe og aðra samstarfsaðila IN SITU verkefnisins. Þá styðja Valmiera sveitarfélagið og Vidzeme háskóli líka ráðstefnuna.
IN SITU rannsóknaverkefnið er stutt af Horizon Europe, rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins (Samkomulag nr. 101061747).

Frekari upplýsingar er að finna á vef IN SITU