Dr. Michal Novák og dr. Fusek við útilistaverkið Lífsorka eftir Ásmund Sveinsson á túninu við Bifröst.

Dr. Michal Novák og dr. Fusek við útilistaverkið Lífsorka eftir Ásmund Sveinsson á túninu við Bifröst.

15. ágúst 2023

Tékkneskir samstarfsaðilar í heimsókn

Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst fundaði á Bifröst í sumar með samstarfsaðilum sínum við Tækniháskólans í Brno í Tékklandi, þeim dr. Michal Novák, deildarforseta stærðfræðideildar og Dr. Fusek, lektor við sömu deild.

Háskólarnir hafa frá árinu 2019 starfað í sameiningu að ýmsum verkefnum tengdum kennslu og rannsóknum. Má þar meðal annars nefna samstarfsverkefnið BoostEdu sem hlaut 42 milljóna króna styrk frá Erasmus+ Samstarfsáætlun Evrópusambandsins (2020-1-CZ01-KA226-HE-094408) og lýkur nú í sumar.

Samstarfi háskólanna verður haldið áfram, einkum á sviði kennsluaðferða í fjarnámi en einnig á möguleikum nýrra tæknilausna við stjórnun, s.s. með notkun á bálkakeðjum (e. blockchain) við vistun og auðkenningu gagna.

Auk funda með akademískum starfsmönnum deildarinnar, þá var litið inn í vel búið upptökuver Háskólans á Bifröst, og þátttakendur deildu reynslu sinni af fjarkennslu, hagnýtingu rannsókna og miðlun þeirra.

Rannsóknir dr. Michal Novák á sviði algebru snúa að sjálfvirkni og stýringum kerfa. Dr. Fusek kennir á hinn bóginn líkindareikning og tölfræði, auk þess sem hann vinnur einnig að hagnýtum rannsóknum á því sviði. Snúa þær rannsóknir hans m.a. að því að þróa líkön til skýringar á áhrifaþáttum á gæðum og geymsluþoli sjávarafurða.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta