18. ágúst 2023
Taktu þátt
Nýir nemendur eru allir sem einn hvattir til að taka þátt í nýnemadeginum. Þeir sem ekki komast í sykursalinn í Grósku geta tekið þátt á Teams. Smelltu hér til að opna Teamshlekinn.
Á nýnemadeginum fara starfsmenn yfir helstu tölvu- og kennslukerfi Háskólans á Bifröst. Markmiðið er að kynna nýjum nemendum fyrir fjarkennsluumhverfinu og gera þannig hverjum og einum auðveldara fyrir þegar kennsla hefst.
Reynslan sýnir að þeim, sem koma á kynninguna, gengur yfirleitt betur að koma sér af stað í náminu. Nýnemar eru því eindregið hvattir til að grípa tækifærið og mæta.
Nýnemakynningin hefst kl. 17:00. Að henni lokinn verða léttar veitingar í boði HB og skemmtun á vegum nemendafélagsins.
Gengið er inn í sykursalinn á vesturhlið Grósku.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta