Sýning íslensks atvinnulífs: Alhliða menntun og tækniþekking mikilvæg verkfæri fyrir framtíðina
Háskólinn á Bifröst heldur úti skólaútgáfu af sýningu um íslenskt atvinnulíf sem er til sýnis í húsakynnum skólans á Bifröst. Með því vill háskólinn leggja sitt af mörkum við að efla tengsl skóla og atvinnulífs og leggja áherslu á mikilvægi alhliða menntunar fyrir atvinnulífið.
Vikuna 3.-7. nóvember var skólaútgáfa sýningar um íslenskt atvinnulíf sett upp í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Í sömu viku var haldinn fjölmennur viðburður með um 150 nemendum úr skólanum og nemendum í 8.-10. bekk við Grunnskóla Grundarfjarðar og Grunnskóla Snæfellsbæjar. . Gestir dagsins frá Norðuráli, Sjávariðjunni Rifi og Landssamtökum kúabændatöluðu við nemendur og svöruðu fyrirspurnum.
Sýning um íslenskt atvinnulíf er samtíma atvinnulífssýning og meginuppistaða sýningarefnisins eru veggspjöld þar sem starfsfólk fyrirtækjanna segir sína sögu af þeim verðmætum sem það skapar í daglegu starfi. Sýningin er lifandi og geta fyrirtæki því sífellt haldið áfram að bætast í hópinn.
Háskólinn á Bifröst þakkar gestum, nemendum og starfsfólki skólanna fyrir ánægjulega heimsókn.
Hægt er að skoða fleiri myndir hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta