Frá undirskrift: Svavar Rós Guðmundsdóttir nemandi og James Einar Becker forstöðumaður markaðs- og íþróttamála
17. apríl 2024Svava Rós til Háskólans á Bifröst í haust (staðfest)
Orðrómur um að landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir hafi verið í samningaviðræðum við Háskólann á Bifröst virðist hafa verið á rökum reistur.
Háskólinn á Bifröst tilkynnti í dag um samkomulag við Svövu Rós, en hún mun stunda nám við skólann næstu tvö árin samhliða atvinnumennsku í knattspyrnu.
„Þetta leggst vel í mig og ég hlakka til að spreyta mig hjá Bifröst,“ segir Svava, en hún segir sveigjanlegt námið á Bifröst henta sér afar vel samhliða fótboltanum.
Svava, sem er 28 ára, hefur undanfarin ár leikið með Røa og Brann í Noregi, Kristianstad í Svíþjóð, Bordeaux í Frakklandi, Gotham í Bandaríkjunum og nú síðast með Benfica í Portúgal.
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, segir Svövu frábæra viðbót við nemendahópinn. „Við fögnum komu Svövu og höfum fulla trú á að hún nái góðum árangri hjá okkur.“
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta