Styrkhafar Rannsóknasjóðs Háskólans á Bifröst 9. júní 2022

Styrkhafar Rannsóknasjóðs Háskólans á Bifröst

Fimm styrkir voru veittir úr Rannsóknasjóði Háskólans á Bifröst í júní en alls bárust sex umsóknir til sjóðsins. Til umráða voru rúmlega 4,3 milljónir króna en heildarupphæð styrkumsókna var 6.099.232 krónur. Alls nam styrkúthlutunin 3.263.494 þúsund krónur en það sem eftir stendur í sjóðnum mun bætast við næstu styrkúthlutun sjóðsins sem verður í nóvember 2022. Þeir sem hlutu styrk úr sjóðnum eru: 

Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, dósent við félagsvísindadeild, og Sigrún Lilja Einarsdóttir, dósent við félagsvísindadeild, hlutu styrk til að standa straum af ferðakostnaði og launakostnaði fyrir aðstoðarmanns vegna rannsóknarverkefnisins: Áfallasaga sveitar í kjölfar sjóslyss: Eftirmáli og samfélagsleg áhrif að upphæð 554.310 þúsund krónur.

Erlendur Ingi Jónsson, lektor við viðskiptafræðideild, hlaut styrk til að upphæð 580.000 krónur vegna rannsóknar um verðsveiflur fyrir helstu hvítfisktegundir sem veiddar eru við Ísland.

Njörður Sigurjónsson, deildarforseti félagsvísindadeildar, hlaut styrk að upphæð 433.016 þúsund krónur vegna rannsóknarverkefnis um að kanna bakgrunn og viðhorf íslenskra menningarstjórnenda til breytinga á starfsumhverfi þeirra.

Stefan Wendt, deildarforseti viðskiptafræðideildar, hlaut styrk að upphæð 995.168 krónur vegna rannsóknar sem felst í að greina að hvað miklu marki fjármálavörur geta verið hentugir kostir við fjármögnun á sjálfbærum verkefnum í samanburði við hefðbundin skuldabréf og aðrar hefðbundnar fjármögnunarleiðir.

Vífill Karlsson, prófessor við viðskiptadeild, hlaut styrk vegna verkefnisins: „Sálin í sveitinni: Hvernig er hægt að auka jákvæðan byggðabrag með aðferðafræði félags- og samfélagssálfræði?“ að upphæð 800.000 þúsund krónur.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta