Stýrihópar beggja háskóla að vinnufundinum loknum með ægifagran Húnaflóann í baksýn.

Stýrihópar beggja háskóla að vinnufundinum loknum með ægifagran Húnaflóann í baksýn.

12. mars 2024

Stýrihópar funda

Stýrihópar Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst, ásamt fulltrúum þeirra þriggja deilda sem eru sameiginlegar með háskólunum, hittust dagana 6. og 7. mars sl. á vinnufundi á Blönduósi. Fyrir fundinum lá að ræða samstarf háskólanna og hvernig staðið verði að mótun vandaðs ferlis fyrir viðræður um kosti og áhættu mögulegrar sameiningar þeirra. Aðalsteinn Leifsson, starfskraftur hópanna leiddi vinnuna ásamt Þorláki Karlssyni og Steinunni Halldórsdóttir, utanaðkomandi ráðgjöfum.

Stýrihóparnir, sem eru skipaðir rektorum, sviðsforsetum og lykilstarfsfólki úr stjórnsýslu sátu fundina ásamt deildarforsetum og fulltrúum kennara við félagsvísinda-, laga- og viðskiptadeildir háskólanna.

Á fundinum sköpuðust góðar umræður um kosti og galla sameiningar. Enn er þó ljóst að leysa þarf úr margs konar álitaefnum áður en unnt verður að skera endanlega úr um það hvort háskólarnir sameinist. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta