Stundakennari í aðferðafræði óskast við félagsvísindadeild 10. maí 2017

Stundakennari í aðferðafræði óskast við félagsvísindadeild

Háskólinn á Bifröst auglýsir eftir stundakennara í aðferðafræði í félagsvísindum. Um er að ræða tvö námskeið, annað á haustönn og hitt á vorönn. Kennsla fer fram bæði í fjarnámi og staðnámi á Bifröst. 

Hæfni og menntunarkröfur:

Viðkomandi þarf að hafa góða reynslu af rannsóknum í félagsvísindum og þekkja vel til eigindlegra og megindlegra aðferða. Doktorspróf er æskilegt.

Umsóknarfrestur er til og með 20. maí nk. Umsóknir og fyrirspurnir um starfið skal senda á staðgengil deildarforseta félagsvísindadeildar, Magnús Árna Skjöld Magnússon hér

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta