Stoltur handhafi hvatningarverðlauna 13. nóvember 2021

Stoltur handhafi hvatningarverðlauna

Forstöðumaðurinn og Bifrestingurinn Vilhjálmur Magnússon hlaut ásamt Vöruhúsinu á Hornafirði Hvatningarverðlaun íslensku menntaverðlaunanna.

Vöruhúsið er miðstöð skapandi greina á Hornafirði og hlutu þau verðlaunin sem einstakur vettvangur til kennslu í nýsköpun og list- og verkgreinum á öllum skólastigum. Veg og vanda af miðstöðinni á öðrum fremur forstöðumaðurinn Vilhjálmur, en Vöruhúsið stendur fyrir bæði formlegt og óformlegt nám í handverki, hönnun og hugmyndavinnu með áherslu á þverfaglega samvinnu. 

Þess má svo geta, að auk þess sem Vilhjálmur sinnir forstöðumannsstarfi sínu hjá Vöruhúsnu er hann í bakkalárnámi í skapandi greinum við Háskólann á Bifröst.

Tilkynnt var um verðlaunahafa Íslensku menntaverðlaunanna 2021 í liðinni viku. Verðlaunin afhenti skáldkonan Gerður Kristný við athöfn á Bessastöðum.

Stofnað var til Íslensku menntaverðlaunanna árið 2005 og voru þau veitt til ársins 2011 en vakin til lífs að nýju árið 2020 með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt embætti forseta Íslands og fjölmargra samtaka og stofnana á vettvangi skóla- og menntastarfs.

Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á og hefja til vegs í samfélaginu það metnaðarfulla og vandaða starf sem unnið er með börnum og ungmennum á öllum skólastigum.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta