Stjörnuskoðunarfélagið afhendir bát - sjóferð á Bifröst 22. október 2014

Stjörnuskoðunarfélagið afhendir bát - sjóferð á Bifröst

Snemma í sumar vaknaði sú hugmynd hjá stjórn Stjörnuskoðunarfélagsins á Bifröst að auka við leiktæki hér á Bifröst. Farið var í þá vinnu að leita að bát sem hægt væri að standsetja sem leiktæki.
 
Eftir mikla leit fannst báturinn og var hann fluttur hingað á svæðið nú í lok sumars. Undanfarið hefur verið unnið að því að standsetja bátinn með aðstoð góðra manna hér á svæðinu og langar okkur að þakka öllum þeim sem aðstoðuðu okkur á einn eða annan hátt.
 
Nú er þeirri vinnu lokið í bili og var báturinn afhentur formlega núna á dögunum. Stjörnuskoðunarfélagið á Bifröst og Háskólinn á Bifröst vonar að börn á öllum aldri á Bifröst muni hafa sem mesta ánægju af bátnum.
 
Fleiri myndir er að finna hér.

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta