Stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu útskrifast
Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst útskrifaði 15 nemendur frá símenntun Háskólans á Bifröst úr náminu stjórnun og samvinna í ferðaþjónustu. Langflestir af þeim eru stjórnendur eða eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu. Stjórnun og samvinna í ferðaþjónustu er nám á sviði símenntunar Háskólans á Bifröst ætlað stjórnendum og öðru fólki starfandi í ferðaþjónustu.
Nemendur létu allir mjög vel af náminu og var það mat þeirra að námið myndi nýtast þeim sérstaklega vel í sínu starfi og mæla hiklaust með því. „Námið nýttist mér mjög vel í mínu starfi, og nýtist mjög vel öllum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Mjög stefnumiðað og gott nám“ sagði Árni Björn Ómarsson annar eigenda Hótel Hlíðar í Ölfusi um námið.
Kennarar námsins voru þeir Einar Svansson lektor og Brynjar Þór Þorsteinsson aðjúnkt.
Nánar má lesa um námið hér
Sjá fleiri myndir á Facebook síðu skólans
Árni Björn Ómarsson
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta