Stjórnarskráin og Alþingi
Forsætisráðuneytið í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík býður til málþings undir yfirskriftinni Er þörf á breytingum á Alþingiskafla stjórnarskrárinnar?
Málþingið fer fram föstudaginn, 5. janúar 2024 kl. 15.00-17:00 í Aðalbyggingu HÍ, Hátíðarsal og verður auk þess í beinu streymi.
Á málþinginu verður fjallað um greinargerð Þórðar Bogasonar, hæstaréttarlögmanns, um hvort þörf sé á breytingum á Alþingiskafla stjórnarskrárinnar. Málþingið er þriðja af þremur um efni greinargerða sérfræðinga sem forsætisráðherra fól að vinna um kafla stjórnarskrárinnar um Alþingi, dómstóla og mannréttindi.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Birgir Ármannsson, forseti Alþingis flytja ávörp og Þórður Bogason, fer yfir niðurstöður greinargerðar sinnar.
Fundarstjóri er Trausti Fannar Valsson, dósent og deildarforseti Lagadeildar HÍ, en þátttakendur í pallborðsumræðum eru:
- Björg Thorarensen, hæstaréttardómari
- Hafsteinn Dan Kristjánsson, lektor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík
- Haukur Logi Karlsson, lektor við Lagadeild Háskólans á Bifröst
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og formaður Viðreisnar
- Sigmundur Davíð Gunnarsson, alþingismaður og formaður Miðflokksins
Stjórnarskrá Íslands verður 150 ára, 5. janúar 2024. „Stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni Íslands“ var staðfest af konungi 5. janúar árið 1874 og öðlaðist gildi 1. ágúst sama ár. Af þessu tilefni flytur forseti Alþingis ávarp. Viðburðurinn er einnig hluti af röð viðburða á árinu 2024 vegna 80 ára afmælis lýðveldisins 2024.
Streymishlekkur https://livestream.com/hi/stjornarskra
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta