Stefnir í tvöföldun nemendafjölda á sumarönn á Bifröst 18. apríl 2020

Stefnir í tvöföldun nemendafjölda á sumarönn á Bifröst

Mikill áhugi er á námi á sumarönn á Bifröst. Háskólinn opnaði fyrir umsóknir um námið fyrir viku síðan og umsóknir eru strax farnar að berast.   Nemendafjöldinn á sumarönn gæti tvöfaldast ef marka má fyrstu viðbrögð.

Háskólinn hefur nú opnað fyrir umsóknir nýrra nemenda sem ýmist vilja innrita sig formlega í nám við skólann strax á sumarönn eða taka einstök námskeið.  Ennfremur hefur verið fjölgað námskeiðum fyrir núverandi nemendur. 

Háskólinn á Bifröst hefur boðið uppá reglulegt nám á sumarönn fyrir nemendur í grunnnámi sem hafa þannig getað stytt námstíma sinn.  Nú er í fyrsta sinn boðið uppá námskeið í meistaranámi auk grunnnáms og námskeiðum í Háskólagátt fjölgað.

Umferð inn á heimasíðu skólans jókst um 80% eftir að námið var kynnt og ljóst að þúsundir einstaklinga vildu kynna sér möguleikana.  Það skiptir miklu máli að námskeiðin eru kennd í fjarnámi en Háskólinn á Bifröst er í farabroddi í fjarnámi meðal íslenskra háskóla og skólinn hefur starfað hnökralítið nú þegar mikil röskun hefur orðið almennt á skólastarfi í landinu. 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta