9. september 2015

Starfsnám á Möltu – Nýr valmöguleiki í alþjóðavídd Háskólans á Bifröst

Þann 15.júní sl. heimsótti Karl Eiríksson alþjóðafulltrúi fyrirtækið Paragon Europe sem staðsett er á Möltu til að kanna starfsnámsmöguleika sem fyrirtækið býður upp á á eyjunni. Karl fékk góðar móttökur og var boðið í fyrirtækjaheimsóknir hjá fyrirtækjum á þeirra vegum. Fulltrúar Paragon Europe komu vel fyrir og sýndu fram á að geta veitt eftirsóknarverða starfsnámsmöguleika á eyjunni, en fyrirtækið hefur unnið upp gott orðspor á sl. 10 árum.

Nemendur Háskólans á Bifröst geta sótt um starfsnám á Möltu frá og með vorönn 2016. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans. (/namid/skiptinam/starfsnam-erlendis/