Starf deildarforseta viðskiptadeildar auglýst 2. janúar 2021

Starf deildarforseta viðskiptadeildar auglýst

Háskólinn á Bifröst auglýsir eftir deildarforseta viðskiptadeildar. Deildarforseti hefur umsjón með námi og leiðir akademíska stefnumótun deildarinnar. Hann stýrir og ber ábyrgð á faglegum störfum deildar á sviði kennslu og rannsókna, þ.m.t. starfsmannamálum og gæðamálum og ber fjárhagslega ábyrgð innan ramma fjárhagsáætlunar. Leitað er að einstaklingi með  faglegan styrk, forystu í rannsóknum, reynslu af skólamálum á háskólastigi og metnað og áhuga á að taka virkan þátt í frekari uppbyggingu og þróun þessara þátta í viðskiptafræði. Nemendafjöldi viðskiptadeildar er 530, þar af 262 í grunnnámi og 268 í meistaranámi.

Háskólinn á Bifröst er framsækinn háskóli sem hefur verið leiðandi í uppbyggingu hagnýts fjarnáms á háskólastigi hér á landi síðastliðin 20 ár. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Deildarforseti situr í framkvæmdastjórn skólans og stjórn rannsóknarsjóðs.
  • Skipuleggur kennslu og ræður stundakennara deildar.
  • Ber ábyrgð á starfs- og verkáætlunum fastra starfsmanna.
  • Hefur samstarf við kennslusvið, fjármálasvið og önnur stoðsvið skólans.
  • Hefur samskipti við nemendur um akademísk málefni.
  • Metur inntöku nemenda í viðskiptafræði með aðstoð kennslusviðs.
  • Tekur þátt í nefndarstarfi utan og innan skólans eftir atvikum.
  • Kemur að kennslu og rannsóknum samkvæmt samkomulagi við rektor.
  • Leiðir innra starf og þróunarstarf deildar.
  • Hefur eftirlit með rannsóknarvirkni í deildinni.
  • Heldur utan um gæðastarf deildar.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Meistaragráða á fræðasviðinu.
  • Doktorspróf er kostur.
  • Þekking og reynsla af stjórnun og/eða kennslu á háskólastigi er mikilvæg.
  • Þekking og reynsla úr viðskiptalífinu er kostur.
  • Leiðtoga- og stjórnunarfærni.
  • Skipulags, samskipta- og samráðsfærni.
  • Mjög góð færni í íslensku og ensku, í ræðu og riti.

Með umsókn skulu fylgja skrár og staðfestingar yfir nám, starfsferil og rannsóknir og kynningarbréf þar sem kemur fram m.a. lýsing á hugmyndum umsækjanda um uppbyggingu og þróun náms í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Starfsstöð: Háskólinn á Bifröst og skrifstofur skólans í Reykjavík.

Nánari upplýsingar:  Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor rektor@bifrost.is  eða Jón Snorri Snorrason, dósent og fráfarandi deildarforseti, jonsnorri@bifrost.is

Umsóknir sendist á deildarforsetivd@bifrost.is

Háskólinn á Bifröst vinnur samkvæmt jafnréttisáætlun skólans og hvetur alla óháð kyni til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta